Baldur Björnsson

Í tengslum við sýningu Kolbeins Huga Höskuldssonar Object d´Art í Kling & Bang 2009Mort

Soirée

Objet d'Art.

Eitt sinn er ég var á gangi í auðninni rakst ég á lík sem lá í sandinum. Ég beygði mig niður til að líta nánar á það og í dauðu andlitinu mátti sjá líf iða og veltast um.

Ég gekk eftir mannlausri ströndinni og hugsaði um þorsta. Hvað drekkur maður ef ekkert er til annað en sjór?

Ég horfði í hyldjúp augun og þau soguðu mig til sín eins og svarthol eða glitrandi steinar. Mér leið eins og ég væri staddur í veislu.

Lífið.

Dauðinn.

Gullsturtan.Baldur Björnsson

Kling & Bang, ágúst, 2009
Hlekkur á gagn