Hallgrímur Helgason

Listasvefn ÍslandsUndir þaki yfir Þjóðminjasafni
þiljað er yfirklór.
Og grafin í grátlegu nafni
er grunsemd um önnur stór.


Þarna máttu þeir þorna
Þórarinn B og co.
Hangandi á milli horna
haustið sem Muggur dó.


Og tíminn er tregastur gesta
týnt er hans fararsnið.
Eigrar hann einn meðal hesta
sem Ásgrímur lauk ekki við.


Og það er daðrað við doktorsgráður
í dyrunum þri. og fim.
En aðgangur aldri er háður
og einstökum nefndarlim.


Ekki ég nöfnin nefni
eða naumlega veitingu fjár.
Sem létu í listasvefni
landið í hundrað ár.

Tengingur, 01.04.1986
Hlekkur á gagn