Haraldur Jónsson

jörðin snýst undir mér ég finn
fyrir núningnum undir volgum
iljunum örvar starfsemi heilans
birtan blandast myrkrinu enda
komið kvöld þó er enn morgun-
birta í sjáöldrunum kunnug-
legur söngur í kuðungi eyrans
bjöllurnar sveiflast í ljósa-
skiptunum sætur safi undir tung-
unni síðar neonþögn umhverfis

smeygði sér inn í þessa mjúku
dýpt án þess að hugsa um
það frekar hávaðinn jókst á
sama andartaki í þöglu umhverf
inu selta og cggjahvíta blandað-
ist þunnu loftinu veit ekki síðan
hvað kom yfir mig nema að húð-
in hitnaði snögglega fann ekki
fyrir neinu undir fingurgómunum
lengur ólýsanleg birta og
önghljóð allt í kring líkt og inni
í eggi úti mistur fuglasöngur og svo skýfall

strauk með vísifingri og löngu-
töng yfir örlagalínuna til að
finna fyrir misfellum í hálf
opnum lófanum fitlaði enda-
laust við taugaendana reyndi að
komast inn fyrir heilann sá ekki
beint neitt með eigin augum
hverfur inn í sjálfan sig tekur
myndir af sínum innra manni
finnur hvernig geislarnir smjúga
í gegnum hann framkallar
gjarnan við nánari kynni

Teningur, 01.10. 1991
Hlekkur á gagn