Jón Stefánsson

Nokkur orð um myndlistGrein þessa birti Jón Stefánsson listmálari upphaflega í tímaritinu Öldinni. Birtingur telur hana svo gagnmerka, að hún megi ekki liggja flestum ókunn í löngu gleymdu riti. Þess vegna er hún endurprentuð hér.


Myndlistin er ung hér á íslandi, og því er ekki að undra, þótt áhugi fyrir henni og skilningur á henni séu lítil ennþá. Enda verðum við, sem við pentlist fáumst, á hverjum dcgi, sem líður, varir við ýmiskonar lítilsvirðingu, háskalega hleypidóma og gagngerðan misskilning á starfi okkar. Við höfum aldrei átt verulega upp á pallborðið hjá þjóðinni og lítið tillit verið tekið til okkar. Við höfum lítt orðið varir við virðingu fyrir okkar verkum. Meðan milljónum var veitt til ýmiskonar bygginga, voru ekki 30—40 þúsund krónur til, til að byggja yfir verk okkar, í eigu landsins. Verk, sem nú grotna niður og rykfalla, innilokuð í kjöllurum og á hanabjálkum.

Mun þetta einhvern tíma þykja einkennilegt menningarfyrirbrigði vorra tíma. Margir, sem hafa tileinkað sér einhver „slagorð" um list, þykjast hafa betur vit á myndlist en við málarar, sem þó höfum varið öllu lfíi okkar til að komast eitthvað inn í þessi flóknu mál. Enginn myndi skrifa um stærðfræði eða önnur vísindaleg efni, né skrifa ritdóma um bækur vísindalegs efnis, sem ekki vissi einu sinni undirstöðuatriðin í þessum vísindagreinum. En um list þykjast allir geta skrifað og allir vera dómbærir. Hver maður er vitanlega sjálfráður um það, hvaða myndir hann velur í sín eigin híbýli, að fara þar eftir smekk sínum og tízku, þótt þetta alla jafna gefist misjafnlega. En það eru ekki allir kallaðir til að fræða aðra um list, því að það er mikill misskilningur að halda, að maður geti dæmt um list af smekk sínum einum. Smekkur manna er reikull og háður ýmsum persónulegum og almennum hégiljum og hugarflækjum, sem einmitt öll góð list reynir að yfirstíga. Öll góð list ristir miklu dýpra en svo, að hún eingöngu eigi að verða smekklegt augnagaman og stofuprýði. Góð list leitar inn að dýpstu rótum andlegs lífs, auðgar andans kenndir og eykur víðsýni. Fyrir okkur, sem höfum gert leitandi list að starfi okkar, er það álíka skoplegt að tala um smekklega list sem um smekklegt eldgos. Það eru allt önnur öfl, sem eru starfandi í listaverkum en þau afturhaldssömu vanahugtök sem skapa smekk fjöldans. Listhneigðin fer ekki eftir almennri menntun, þó að menntunin sé á þessu sviði sem annars staðar ákjósanleg og nauðsynleg þeim sem langt vilja komast. Bæði hér og annars staðar hef ég hitt hámenntaða menn, sem töluðu eins og hálfvitar um list, en ég hef líka hitt almúgamenn og sveitamenn úr einangruðum byggðum sem höfðu bæði skilning á og gleði af mörgu sem máli skipti.

Það hefur verið mikið ritað og rætt um hvað listhneigð og liststarf eiginlega sé í innsta eðli sínu. Hvað það sé sem rekur menn til slíks starfs, og hvers eðlis sú ánægja sem af því starfi rís. Það hefur reynzt erfitt að komast fyrir þau rök sem önnur rök hins innra lífs. Enda ætla ég mér eigi að reyna að skýra þetta hér, en rita lítið eitt um starf okkar málara og stefnur ýmiskonar sem mörgum eru slíkar ráðgátur.

Málarinn skapar myndir sínar með litum, línum og formi. Með þessu þrennu verður hann að lýsa öllum sínum hugsunum og tilfinningum — með mótsetningum ýmis konar lita, lína og forma. Margvíslega verður mál- arinn að nota þetta þrennt, og næma tilfinningu verður hann að ala með sér fyrir eigin- leikum lita, lína og forma, til að geta lýst á stórfelldan og ákveðinn, stundum næman og blæfallegan hátt öllu því sem honum flýgur í hug, hvort heldur sem list hans er eftirlíking náttúrunnar, lifandi og dauðrar, eða óhlutkennd lýsing innri geðbrigða. Hvortveggja er jafn réttmætt, þótt hér sé jafnaðarlega nátt- úrueftirlíking, í allra þrengstu og almennustu merkingu, gerð að mælikvarða fyrir gildi mynda. Fáir skynja aðalatriðin í myndum góðra málara, en láta sér nægja grunnfærar kenndir þægilegra lita og lýsinga. En vísir alls þess sem við málarar finnum í lit, línum og formi, býr í sál hvers einasta andlega rétt skapaðs manns, þó að oft sé þessi vísir að kafna í tízku og hégiljum.

Ég sný mér þá fyrst að litunum. Þeir hafa mikil áhrif á okkur öll. Okkur er ekki sama, hvaða litir eru á fötum okkar, herbergjum og húsgögnum okkar. Það eru bæði einstakir litir og samræmi margra lita, sem hafa áhrif á okkur. Við finnum flest, að sumir litir gera okkur glöð, en aðrir hrygg — sumir vekja viðbjóð okkar, en aðra langar okkur til að snerta. Við sjáum dýrðina og tignina í einstöku litatónum, að sumir tónar eru tignari en aðrir, blæfallegri, fyllri og tala til einhverra „mystiskra" kennda í sálum vorum. T. d. er rauði liturinn í rúbin heitur, ríkur, djúpur og dýrðlegur sem búi hann yfir lífsins leyndardóm- um, en græni liturinn í smaragd er svalur og hreinsandi, „intellektuelt" æsandi, sem fari um mann yngjandi svalur vorvindur. Litaður „drops" eða brjóstsykur er áberandi, en hvað verður úr þeim freku og grunnu litum hjá rúbin og smaragd? Brjóstsykurinn verður lítilfjörleg vara, en bæði liturinn sjálfur og efnið lyftir rúbín og smaragd upp í æðra veldi, þar sem eitthvað af því verðmæta í sálum vorum mætir þeim. Þannig hafa hinir einstöku litir margvísleg áhrif á okkur, allt eftir næmleik okkar og athygli. Enn margbreyttari áhrifum verðum við fyrir, þegar tveimur eða fleirum litum er stillt saman. Við sjáum öll, að ekki fara allir litir jafnvel saman, sumir mjög óþægilega, en aðrir efla hver annan og fegra. Svonefndar lita-„harmoníur", samræmi margra lita, geta, ef vel er með farið, orðið sem fullkominn tónandi heimur. Þannig munum við málarar oft og einatt eftir myndum, þó að efni myndarinnar sé annars því nær gleymt. Þessi samleikur litanna vakir mjög fyrir okkur málurum, er við horfum á náttúruna, en óþroskað fólk á þessu sviði er gjarnt á að horfa á hina einstöku liti, þó að það annars oft sýni í daglegu lífi sínu næmleik fyrir litasamræmi, t. d. er fólk velur saman lit í föt sín eða í stofu sína. Menn hafa fest það í sér, að t. d. grasið sé grænt. En grasið er mjög breytilegt, eftir því hverjir litir fara með því. Standi rautt hús á grænum bala, verður græni balinn enn grænni. „Orange" litað hús mundi gera balann nærri bláleitan, en sterkblágrænt hús gerir grasið gulleitt. Þetta sjáum við öll, ef við aðgætum þetta og tökum af okkur vanans gleraugu. Orsökin er samstarf „komplement"-litanna, sem kalla hver á annan og efla hver annan, t. d. purpuri-grænt, orange-blátt og gult-violet. Nú þykir kannski einhverjum undarlegt, að ég sagði, að blágrænt hús gerði grasið gulleitt, en það er a£ því, -að hárauði liturinn, sem er „komple ment"-litur þess blágræna, er svo langt frá græna litnum á túninu, að hann getur ekki togað hann lengra til sín en til að gera hann gulleitan.

Til skýringar drep ég aðeins á, hve margvíslegar mótsetningar í litum við málarar verðum að athuga, ég nefni hér 7.

1. „Komplement"-litir.
2. Litir við litleysu (hvítt eða svart).
3. Litur við annan lit.
4. Lítið við mikið.
5. Ljós litur við dökkan lit.
6. Heitur litur við kaldan lit.
7. Lýsandi litur við ljósdaufan lit.

Þetta eru allt ólíkar mótsetningar, og allra verður að gæta, ef vel á að fara í myndinni. Margir mundu vilja telja hvítt og svart liti. En hvítt og svart hafa engin gagnkvæm áhrif á aðra liti. Þeir taka lit af öðrum litum er þeir standa með, en gefa ekki sjálfir hinum litunum annan litblæ. Þeir aðeins miðla málum eða ýmist dekkja eða lýsa þá liti, sem með þeim fara. Upp af þessu öllu rís svo hinn mikli heimur af ótölulegum og ótæmanlegum lita-„harmonium", sem allar hvíla á „komplement"-litunum, að meira eða minna leyti. En út í þetta yrði of langt að fara hér. Þá eru línurnar. Á þeim sjáum við öll mikinn mismun, og margvíslegar tilfinningar vekja línurnar hjá okkur. Línan getur verið djarfleg og hressandi, spennt, þannig, að okkur finnist hún lyfta okkur, brotin og niðurlút, slitin og tætt, sem mædd af mótlæti. HvíIíkur munur á spenntum boga í lifandi blómastilk og þvældum seglgarnsspottal Líka finnum við öll ýmislegar kenndir við samleik margvíslegra lína. Þetta veit kvenfólkið, er það kaupir kjóla sína og hatta, og allir þeir sem eru að sperrast við að skrifa fallega og áberandi nafnið sitt. Hugsið ykkur spennta og fallega þanda járnbrú. Hvílíkur munur að horfa á brúna eða hrúgu af járnarusli! Það vakir fyrst og fremst fyrir okkur málurunum, er við teiknum, að ná spennu og svipmiklum styrk í línunum, að þær prýði hver aðra og bindi myndina í samgróna heild. Það er eins og okkur svimi, að sjá smáatriðin án þessa innra samhengis, sem skapar heild á myndfletinum. Teikningin á að vera svipmikil og ákveðin burðargrind. Svo er það á hvers eins valdi, hve mikið eða lítið hann kýs að sýna af smáatriðum.

Að síðustu er þá formið, sem rís upp af innilegri og ósundurskiljanlegri samvinnu við línu og liti. Form hinna einstöku hluta og samleikur margra forma skapa myndina. Tilfinninguna fyrir þessu hvoru tveggja þekkjum við öll úr okkar daglega lífi. Kona kemur í búð og vill kaupa hvíta könnu, sem á að taka 1 lítra. Henni eru sýndar margar könnur, mismunandi að gerð. Þær eru allar jafn hentugar, jafn stöðugar og jafn góðar að hella úr.
Samt tekur konan eina könnuna fram yfir hinar, af því að henni þykir lagið fallegra á henni. Hér er sýnilega algerlega óhlutkennd tilfinning fyrir formi, sem ræður. Þegar verið er að raða húsgögnum í stofu, þá er engum sama, hvernig húsgögnin standa, þó að þau á margan hátt geti komið að sömu notum. Menn flytja þau til, þangað til allt þykir fara vel í stofunni. Þetta er svipað og við málarar vinnum, er við byggjum upp myndir okkar, nema hvað okkar kröfur eru altækari. Allir kannast við hinn mikla mismun á lifandi formi vöðvastælts mannslíkama og óbökuðum rúghleif. í mannslíkamanum sjáum við spennuna — „dynamik" — og samleik forma. Við sjáum líka yfirborðsspennuna á því lifandi holdi, vöðvinn tekur sig strax aftur, ef við styðjum fingrinum á hann og gerum dæld á hann i svip, en rúghleifurinn er dauður og klessulegur. Þetta óákveðna klessulega form er ógeðslegt, en hið hrífandi form mannslíkamans hefur glatt hjarta og anda, síðan lífið reis.

Sjáið ungan fola að sumarlagi. Ólgan og stælingin magna formið, það er sem standi geislar út frá folanum. Þetta sama þrungna form er hægt að skapa í mynd af hlutum. Sjáið form og handbragð á góðum smíðisgrip og aðgætið mismuninn á honum og því, sem klaufinn og kæruleysinginn klastrar saman. Við málarar reynum að ná þessari spennu í formið, í samleik forma og í alla myndina. Hann hefur verið kallaður „dynamik" myndarinnar, þessi kraftur hennar, að maður eins og skynjar það með öllum líkama sínum, að eitthvað gerist í litum, línum og formum á myndfletinum. Þetta má ekki skiljast svo sem sækjast eigi eftir augnablekkingu („illusion"). Form myndar á fleti er annað en alhliða form náttúrunnar. Myndformið verður alltaf að vera í samvinnu við flötinn. Öll blekking er óþægileg, þó að sumum finnist hún skrítin. Þegar nú málari tekur fyrir eitthvert viðfangsefni, þá er það þrennt, sem togast á um yfir- ráðin yfir myndinni.

1. Frumlæg — „subjektiv" — sköpunarþörf. Málarinn vill sýna einmitt þetta, sem hann sá og fann í innblástursaugnablikinu. Þær kenndir og tilfinningar hans heimta, að allt lúti sér. Hafi málarinn orðið gripinn af landslagi, sem kallar fram í huga hans einhverja lita- eða formsýn, þá er það varla að landslagið, sem vakti hann, fullnægi alveg þeirri innri sýn. Litirnir eru aðrir, formið er annað, það er ekki sú heild og fylling yfir því, sem hann finnur innra með sér. Kannske rís þá upp af þessu eitthvað allt annað, sem menn í fljótu bragði varla kannast við sem landslag, því að málarinn berst fyrir því, sem hann sá og fann á þessu tryllta augnabliki.

2. Hin andlæga — objektiva — skýringar- þörf, viðleitnin til samlyndissambands við aðrar vitundarverur. Landslagið, sem vakti málarann, heimtar sitt, að sér séu gerð full skil. Sú innri kennd reynir að taka á sig mynd þess, sem fyrir augun bar. Málarinn verður að skálda í eyðurnar, en hlaupa yfir annað, til að gera hvoru tveggja skil, sinni innri sýn og landslaginu, sem vakti hana til lífs. 3. Þörf hinnar rökréttu, lögbundnu framsögu á þeim takmarkaða myndfleti. Þar á ég ekki beint við neinar skráðar reglur. Reglur eru til, menn hafa lesið þær úr beztu verkum gamalla og nýrra meistara. Það er nauðsynlegt að þekkja þær, en líka nauðsynlegt að hafa þor og styrk til að brjóta þær allar að meira eða minna leyti. Eftir reglum einum verður aldrei neitt göfugt listaverk skapað, því að engar reglur geta fullkomlega kennt að spinna úr þeim fínu þráðum. Hin frumlæga — „subjektiva" — sköpun og hin andlæga — „objektiva" — miðlun eiga að mynda samræmd við þá rökréttu, lögbundnu framsögu á þeim tak- markaða myndfleti, heild, sem ekki er þvinguð af takmörkun flatarins, en þannig að litur, línur og form, sem óaðskiljanleg þrenning, myndi fullkominn heim, óháðan öllu öðru en sínu eigin innra lögmáli, sem byggist á því, sem hefur verið nefnt hin „innri nauðsyn". Hin „innri nauðsyn" er óskráð og með orðum óskilgreinanlegt lögmál, sem lifir með okkur, ákveðið við alla okkar lífskennd, og segir okkur, að einmitt svona eigi það að vera.
Þetta er samtengjandi — syntetiskt — einingarstarf alls vitundarlífs, sem reynir að opinberast í myndinni. Allir sannir listamenn og listdáendur skilja hverir aðra út í yztu æsar í þessum málum, þó þeir geti verið ósammála um eitt og annað, svo sem hugsandi menn eru, að einhverju leyti. Þetta lögmál berum við öll í okkur, þótt enn sé það hjá flestum í reifum.

Það er sem það byggist á þeirri „Rytmik", sem er sjálft líf okkar. Við gætum kannski sagt, að þetta sé að verða skyggn í myndheimi. Sá hreini Expressionísmus, Dadaisums og Surrealismus byggist á fyrstu kröfunni. Gersamlega eftirlíkjandi Naturalismus á annarri kröfu. Hinn óhlutkenndi Kubismus á þriðju kröfunni. En í allri góðri list, hversu einstrengingslega sem hún kemur fyrir sjónir, vinna ávallt þessir þrír þættir saman, og í hinni allra æðstu list haldast þeir í hendur, í innbyrðis jafnvægi. En af þessu leiðir ekki, að auðvelt sé að skilja hina æðstu list. Sá mikli listamaður er víðfeðmari en þeir sem í kringum hann eru. Hann sér fleira og lengra, í honum kvikna nýjar kenndir. Það sem hann sýnir virðist oft í fljótu bragði óskiljanlegt, kannski ekki einu sinni fallegt. Fólk kallar það tilgerðarlegt og ósatt. En lærist manni að skilja það, þá skapar það mikla hugargleði, því að það opnar nýjar brautir í heila manns, nýja kenndir vakna og nýtt viðhorf — víðari heimur rís úr þoku.

Mönnum finnast þessar nýju stefnur óskiljanlegar og gera gys að þeim og telja þá menn hálf-geggjaða, sem við þær fást. Þó hefur mér vitanlega engin stefna risið, sem ekki fyrir- finnst í verkum allra góðra málara. f Expressionisma er aðaláherzlan lögð á þær frumlægu- subjectivu — kenndir málarans, reynt að ná sem svipmestum litum, línum og formum og sem sterkastri og greinilegastri myndgerð. Mínna hugsað um snotra gerð myndarinnar og nákvæma e£tirliking í smámunum. Expressionisminn reis sem mótsetning bragðlauss og sviplítils Naturalisma, en kosti hans og ástundun er að finna hjá öllum góðum málurum fyrr og síðar. Kubisminn reis einnig upp af sams konar lélegum Naturalisma, en tók nokkuð aðra stefnu, lagði mesta áherzlu á þriðju kröfuna, hið „formella", sem ekki má blanda saman við „dekorativt" tildur. Kubisminn sneiS þess vegna tilefniS eftir „formellum" kröfum. Fyrir þeim listamönnum, sem þessari stefnu fylgja vakir fremur öllu öðru, að skapa heild og stranglega byggðan heim á myndfletinum sem maður öruggur unir í. ÞaS er gleðin yfir öllu sem er fullhugsað og fullgert. Heimur í lagi. Þetta reyna allir gósir listamenn í sínum myndum, en eru oft bornir ofurliói vegna hinnar annarrar kröfu sem kúbistarnir sniðu eftir þörfum sínum öðrum, án þess þó að þeir virtu hana algerlega að vettugi. Surrealísminn leitar niður í svonefnda undirvitund, reynir að grafa upp það sem þar felst — tilfinningasafn sem liggur fyrir utan dagvitund vora. Þá gleði, angist og kvíða, sem af óskýrðum — eða af Freudskýrðum — orsökum bregða ljósi og skuggum yfir daglegt líf vort. Málarinn reynir að lýsa þessu með symbolum lita, lína og forma. Þarna, segja þeir, liggja dýrustu fjársjóðir og kraftar okkar geymdir. Hvað sem við annars höldum um þetta, þá vitum við, að allir miklir listamenn hafa unnið með þessum kenndum. Ekkert stórt listaverk verður til, nema þessi „mystiski" andi svífi yfir vötnunum. Surrealistar byggja einhæfara en nokkrir aðrir sína list á þeirri fyrstu kröfu sem ég nefndi. Öll sígild listaverk, þau sem lifað hafa um aldir, bera með sér, að það er andlegur styrkur og andleg auðlegð málarans, sem er kjarni og kraftur þeirra. Þau eru mjög mismunandi að gerð, kunnáttu og leikni, en lögmáli hinnar „innri nauðsynjar" í meðferð lita, lína og forma, hafa þessir málarar allir hlýtt, hversu „primitivir" sem þeir annars voru.

Til þess að skilja listaverk, verðum við að athuga þetta þrennt: Frumlægar — subjektivar — tilfinningar málarans, næmleik og frumleik hans. Andlægan — objektívan — skilning hans á viðfangsefninu, analytiska hæfileika hans. Hina rökréttu lögbundnu byggingu myndarinnar — syntetiska hæfileika hans og þekkingu hans á lögmáli hinnar „innri nauðsynjar". Leggi málarinn eingöngu áherzlu á fyrstu kröfu, verður hann flestum óskiljanlegur. En einræði hinnar annarrar kröfu leiðir út úr heimi listarinnar inn í þann „empíriska" vísindalega heim. Hin þriðja lendir í stærðfræði og hreinni rökfræði, sem einnig eru verk hinnar „innri nauðsynjar". Því að staðhæfingar þær, sem stærðfræði og rökfræði byggjast á, eiga rót sína í þeirri „innri nauðsyn", þó þar taki hún á sig aðra mynd — manifestation — en í listinni. En þekking á og samstarf allra þátta skapa hin miklu listaverk, er hin „innri nauðsyn" kallar til starfsins leyndustu sálarkrafta vora, þá sem eru undirstaða alls lífs og allrar vitundar — og okkur tekst að vinna samstilltir þeim. Það er ekki söguefnið í myndinni, hvort sem það er hlutkennt — konkret— eða óhlutkennt — abstrakt —, sem ákveður gildi myndarinnar, heldur hvernig farið er með það í litum, línum og formi. Hjá snillingnum verður jafnvel hið smáa háleitt. Nú fyrst förum við að skilja listamanninn og getum dæmt um verk hans og innihald þeirra.

Við sjáum, að það eru meðfæddir og þjálfaðir hæfileikar málarans, sem gera verk hans verðmæt, og því sér mun ekki viturlegt að vera hræddur við að missa frumleik sinn við nám og þjálfun. Goethe sagði, að það yrði eingöngu sagt um algerlega vitlausan og allavega gallaðan listamann, að hann hefði allt úr sjálfum sér, en um engan góðan yrði það sagt. Þó að stormar og straumar reisi stórsjóa á hinu mikla úthafi, þá er í djúpunum friður og ró. Svo skal í sál listamannsins og í innsta eðli verka hans

Birtingur, 01.01.1967
Hlekkur á gagn