Kristinn G. Harðarson

RauttÖrin kemur innan úr myrkri rakamettaðs frumskógarins,
sem nær alveg niður að vatnsborðinu

oddhvöss smáör; fjaðrirnar gegnvættar í eitri

fjaðrir af höfði kólibrífugls

rauðu kólibrífuglarnir

þögn hins mikla villigróðurs, sem teygist í allar
áttir, svo hundruðum eða þúsundum kílómetra skiptir

nýtt og óvenjulegt hljóð

dálítil hreyfing á runnunum

allt umhverfis þrýstir skógurinn að með þungum raka

frumskógurinn og meginlandið

Voodoo
afríkanskar galdraathafnir
svartigaldur


í Afríku
í Vestur-Indíum
á meginlandi Suður-Ameríku

Teningur, 02.12.1985
Hlekkur á gagn