Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir listmálari:
Nokkur orð um myndlistFegurðarþrá mannsms er eldri en sagan sjálf.Þegar grafið er til fornminja finnast iðulega í jörðu emhverjir þeir munir,sem menn hafa notað til að skreyta híbýli sín eða sjálfa sig. Þegar ég segi eldri en sagan sjálf á ég við — fyrir þann tíma, er færðar voru í letur sögur samtíðarinnar.

Nýlega hefur fundizt í Írak elzta letur,er sögur fara af, mótað í leirtöflur 3000 árum fyrir vort tímatal. Þar segir, meðal annars, frá stjórnmálaháttum og ríku menningarlífi, en mörgum öldum — mörg þúsund árum fyrir þann tíma, þegar maðurinn er á svo frumlægu stigi, að hann veit sér enga aðra leið til skjóls og öryggis en að grafa sig í hóla eða hella, þá skapast þar fyrsta gerð myndlistannnar, sem til þekkist. Frummaðurinn ristir þar í mjúkan stein hellisskúta síns það sem fyrir augu hans ber í náttúrunni. Svo gömul — svo frumlæg er þörf mannsins fyrir listræna tjáningu á því, sem í honum hrærist.

Það er naumast á annarra færi en fornfræðinga að rekja frumsögu listarinnar, því alltaf birtast nýir þættir í sögu hennar, þegar grafið er í skaut jarðar. — Borgir eyðast, lönd týnast og þannig máist af spjöldum sögunnar, ef til vill merkilegustu atburðir. Það er því erfitt að segja, hvar vagga listarinnar hefur staðið. Ef til vill stóð hún fyrst í skjóli hinnar kínversku hámenningar. Ef til vill var listinni fyrst búinn jarðvegur er vestar dró.

Straumur menningarmnar er á sífelldri hreyfingu, og oft ber hann sína ávexti á hinum ólíklegustu stöðum. Menn mega því ekki stara sig blinda í aðdáun á aldagömlum afrekum, heldur alltaf vera reiðubúnir að ávaxta það pund, sem fortíðin hefur trúað þeim fyrir. Þegar sá síkviki straumur staðnæmist td. að bera ávexti, í vísindum og listum, þá verður hver þjóð að þekkja sinn vitjunartíma. En það eru hinir skapandi andans afburðamenn allra tíma, sem varða veg menningarinnar, en skilningsleysi og hleypidómar leggja dauða hönd á líf hennar og þroska.

Á eyjunum í austanverðu Miðjarðarhafi og löndunum þar í kring hefur listin átt langt og fagurt blómaskeið. Í Egyptalandi hefur hún átt djúpar rætur í dulhyggju, eða því sem genst á djúpsviðum vitundarlífsins. Má greimlega sjá það á listaverkum þessara þjóða, að þær hafa vitað meira um dulmögn tilverunnar en vísindin — alda gömul, allt til vorra tíma — hafa verið fær um að opinbera okkur.
Grikkir tóku þar við, og um aldaraðir eru þeir fánaberar menningarinnar og skapa m. a. stílhreina og fágaða höggmyndalist, en ekki sálræna að sama skapi. Rithöfundar þeirra og heimspekingar héldu þar andans blysi á lofti um langt skeið.
Rómaveldi tók síðan svo hressilega við hlutverki myndlistagerðannnar, að þar mátti segja, eins og stendur í kvæðinu „sefur hetja á hverjum bæ“, því þar var sem leyndust listamenn á hverju strái. — Þetta gerðist við Miðjarðarhaf, í þann mund sem steinaldarmaður Norður-Evrópu segir skilið við hellnamenninguna, og við hér á norðurhjara heims, með öllu okkar núverandi ágæti sem þjóð, erum bara alls ekki til. —

En svo ég snúi mér aftur til Miðjarðarhafsins — til rómverska heimsveldisins — þá má með sanni segja, að þar var jarðvegurinn viðbúinn miklum afrekum. Þegar ferðast er um borgir Ítalíu, má segja að maður lifi þar óslitna sögu grózkumikdlar listar, sem dafnað hefur þar um margra alda skeið í skjóli kirkju og veraldlegs höfðingjavalds. Á 15. og 16. öld nær hún þar hámarki. Það er hið svonefnda „renaisance" eða endurreisnartímabil. Og enn færir aldan sig vestur á bóginn. Spánverjar og Hollendingar eignast nú afburðamenn á sviði málaralistannnar. Og þar næst lá leiðin til Frakklands. París verður háborg listannnar í Evrópu og dreifir áhrifum sínum um gervalla álfuna. Þangað sækja allra landa ágætustu listamenn, og undir forystu hinna frönsku málara rómantíska tímabilsins verður þar undirbúinn jarðvegur fyrir hin gífurlegustu aldahvörf, sem skeið hafa í sögu myndhstannnar. Aldamótin 17 og 18 hundruð má kalla upphaf rómantísku stefnunnar. Og á síðustu áratugum 19. aldarinnar og allt til vorra daga eru sífellt að skapast ný viðhorf. Nýjar stefnur rísa, menn hafna og velja. Allt, sem á sandi var byggt, glatast í þessu mikla öldurróti. En það sem skapast hefur af ávöxtum andlegra verðmæta lifir áfram, geymist, eins og dulvituð þekking dýrmætrar reynslu.

Þegar litið er yfir sögu þessa síðasta tímabils — þennan síðasta mannsaldur — eru það geysilegar breytingar, sem átt hafa sér stað í myndlistinni. Og þó það hafi skeð í áföngum, er það allt í rökrænni þróun. Hver áfangi hefur haft sitt hlutverk, hefur lagt sinn skerf til yfirgripsmein þekkingar og dýpri skilnings á eðli listarinnar, hinum djúpstæðu rótum hennar og lífræna sambandi við fegurðarþrá mannsandans.

Þessar fyrstu breytingar má í raun og veru kalla byltingu, þó hún ætti sér nokkurn aðdraganda í rómantízku stefnunni. En það eru hinir svo kölluðu „impressiomstar", sem fyrsta mörkuðu greimleg og afdrifarík spor í litameðferð, m. a. með því að setja hreina liti litrófsins óblandaða á léreftið, og láta þá skapa þar sitt eigið andrúmsloft í staðinn fyrir að blanda þá á litaspjaldinu. Þannig leystu þessir menn af listinni vanafjötra hefðbundins forms. Þeir horfðu nýrri sjón á lífið, fundu verðmæti í deiglu gagnrýninnar. Þeir létu litina sjálfa tala máli ljóss og forms. — Ljós sólarinnar var ekki lengur hvítt eða gult, heldur tindrandi samspil milli andstæðra lita, og dauðsvartur skugginn varð í höndum þessara manna að dularfullu, litríku lífi. Þetta skeði þó að sumu leyti á kostnað forms og festu í byggingu mótívsins, enda risu fljótlega upp þeir menn, sem nær eingöngu lögðu áherzlu á frásagnar möguleika formsins, hinir svo nefndu „kúbistar" eða formalistar.
Þeir endurreistu — endurskópu hið plastíska form á grundvelli litrænnar þekkingar og reynslu impressionistanna, og sumir þeirra tóku sjálfir þátt í þessari framþróun. Þeim frásagnarmöguleikum, sem felast í margbreytileik litatónanna, hefur oft verið líkt við hljómlistina. En það er engu að síður hægt að gera samanburð á hrynjandinni — í formi og línunnar — í byggingu listaverkanna.
Sumir halda því jafnvel fram, að „kúbisminn" komist næst músikínni í lýrískri formhrynjandi. — Þó „kúbisminn", sem slíkur, sé ekki svo áberandi lengur í myndlistinni, þá munu þó áhrif hans -— í allri framtíð — setja svip sinn á myndlistina, og hið abstrakta listform er beint framhald af einum þætti hans.

Það má vissulega segja að gleðileg er sú grózka, sem hefur verið í myndlistinni síðasta mannsaldur, og að listin nokkurn tíma standi í stað er raunar jafn óhugsandi og að þróun mannkynsins allt í einu tæki upp á því að syngja sitt síðasta vers. Sú stefna eða hreyfing, sem nefnd er ,,expressionismi" er ekki ný, þó henni yrði fyrst gefið það nafn á því tímabili, er hennar miklu frásagnarmöguleikar voru kannaðir til hins ítrasta. Það sem innifelst í orðinu „expression" í þessu sambandi mætti helzt skýra svo, að það sé sá brennandi kraftur, sem leysir úr læðingi þann guðdómsneista, sem í manninum býr. „Expressionisminn" hefur alltaf verið til, runnið samhliða öllum nýjum stefnum, alltaf búið að baki allri sannri list.

Mig langar til að segja svolítið frá einu af þeim verkum, sem hæst bera í þessari stefnu. Það heitir Guernica eftir spánska málarann Picasso. Guernica var lítið þorp á Norður-Spáni, sem var lagt í eyði, svo gersamlega þurrkað út í grimmilegri og tilefnislausri loftárás nazista í spönsku borgarastyrjöldinni. Strax og listamaðunnn frétti um afdrif bæjarins, hóf hann undirbúning að þessu verki, og með svíðandi sársauka í blóðinu yfir þessu ódæðisverki, skapaði hann um þetta ódauðlegt listaverk. Það er ekki fagurt, sem þarna er verið að lýsa, en það er blákaldur sá veruleiki, sem stríðsæðið hefur í för með sér. — Það eru feiknstafir ótta og örvæntingar — æpandi orðlaus þjáning. Trylltur hestur treður þar á lifandi og dauðu fólki, mannslíkami hverfur í eldhaf. Út um glugga kemur höfuð og handleggur, sem teygir sig í óeðhlegri lengd ínn á myndflötinn eins og langdregið neyðaróp. Ótrúleg örlagaskepna starir gljáköldum, glansandi augum á áhorfandann — móðir heldur á lemstruðu barni og tárast tvennum augum, en sorgin rúmast ekki samt — og yfir öllu þessu skín meiningarlaus sól, er mest líkist gaddakylfu. — Svo óhugnanlegum hlutum er hægt að lýsa með dramatískri reisn og listrænni fegurð, svo vart finnst hliðstætt dæmi, nema ef vera kynni „Inferno" ítalska skáldsins Dante Allighieri, en mér er þó mest í hug okkar eigin Matthías, er hann ákallar guð sinn í efasemdanna kvöl og segir: „Líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta“. — Þetta er háexpressionistiskt og abstrakt um leið. Skáldið notar þarna öfgafulla samlíking til að gefa þeirri tilfinning, er hann vill lýsa, sem sterkast og átakanlegast form. — Þannig getur djarft vængjatak hugmyndaflugsins skapað gullkorn af öfugmælum. — Á þessu hneykslast vitanlega enginn, enda fjölmörg dæmi slíks í bókmenntum allra landa. En þegar málaralistin tekur sterka liti og kröftug form í sína þjónustu, — að ég nú ekki tali um, ef listamaðurinn notar abstrakt frásagnarform eins og skáldið, — þá brestur skoðandann hugmyndaflug til að skilja, og listamaðurinn verður í hans augum ekki annað en sá sem hneykslunum veldur.

En þið, mínir ungu samherjar, sem hneykslunum valdið, þið sem hafið valið ykkur það erfiða hlutverk, að yfirgefa troðnar slóðir í leit að nýjum verðmætum í listinni, þið sem eruð að skapa nýjan þátt í sögu íslenzkrar myndlistar, hliðstæðan því, sem nú er að gerast hjá öllum menningarþjóðum álfunnar, ég vænti þess af ykkur, að þið standið af ykkur storma andúðar og hleypidóma, jafnt og þið hingað til svo blessunarlega hafið sniðgengið öll þau viðhorf, sem eru listinni óviðkomandi.

Þegar vormenn listannnar — hins nýja tímabils — frönsku ímpressionistarnir, sýndu verk sín opmberlega í fyrsta sinn, var gert hróp að þeim með ókvæðisorðum, uppreiddum göngustöfum og regnhlífum, og ofsóknaræðið gegn þessum ungu listamönnum gekk svo langt, að einn aðalmaðunnn í hópi listamannanna gerði tilraun til að stytta sér aldur. Nokkrum árum síðar, þegar ungur danskur málari, — sem raunar síðar varð prófessor við Akademíið, varð hugfanginn af nýjum stefnum í listinni, og sýndi með nokkrum félögum sínum myndir af nýstárlegn gerð og óþekktir þar í landi, lét einn æruverðugur prófessor í sýklafræði sig ekki muna um það að lýsa því yfir í ræðu og riti, að þessir ungu menn væru þungt haldnir af bráðsmitandi sálsýki, og margir tóku þar glaðir undir.

Hver vill nú hafa verið í sporum þessara þröngsýnu manna? Eða vill nokkur í dag reiða til höggs og kasta fyrsta steininum?

Áður en ég fer lengra út í þetta efni, langar mig til að segja frá litlu atviki, sem fyrir mig kom norður í Mývatnssveit. Ég var þar að mála fyrir mörgum árum. Það hafði rignt undanfarið, en þennan dag birti upp skyndilega með sól í skýjarofum og björtu bliki hér og þar yfir döggvotar hraunbreiðurnar. Eitt af þessum dámsamlegu, fögru en skammvinnu augnablikum, sem íslenzk náttúra á í svo ríkum mæli. En minnug hins snögga breytileiks íslenka veðurfarsins, — sem danskur listfræðingur orðaði svo fallega, að ,,den íslandske dag har en urolig sjæl", þá hafði ég hraðar hendur á, td. þess að ná þessari dýrðlegu stemmningu, lagði í skyndi litina í fleti á léreftið og nokkra helztu drætti í byggingu landslagsins, td að ljúka við það síðar.

Þá heyri ég allt í einu sagt á bak við mig, — í kurteisislegri fjarlægð: „Þú ert að mála veðrið“. Þar var þá kominn smalinn á bænum, þar sem ég bjó, 12 ára drengur. Mér varð orðfall í bili. Ég hafði ekki hugsað á þessa leið. „Því heldurðu það?“ spurði ég, og fann samstundis að ekki var nú gáfulega spurt. Ég fékk heldur ekkert svar. „Komdu nær“, sagði ég. „Sérðu ekki, að brúni og græni litunnn þarna neðst á léreftinu eru mosaþemburnar og hraunið hérna fyrir framan okkur“. Ekkert svar. „Og sérðu ekki að blái liturinn þarna eru fjöllin, og þarna eru grá og loðin regnskýin og hvíta röndin þarna er sólglit á vatninu?“ Ennþá ekkert svar. „En á hverju sérðu þá að ég er að mála veðrið?“ Þá lyfti hann upp handleggjnum, eins og hann vildi taka alla dýrðina í sinn litla faðm og sagði: „Ég sé það ekki. Ég finn það bara“. Og svo hljóp hann af stað. — Og þarna stóð ég, nemandi á konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn — og þóttist nú svo sem ekkert blávatn — og til mín kemur 2 ára sveitadrengur og segir mér, hvað ég sé að gera. Þetta var mjög lærdómsríkt. — Enginn má þó skylja orð mín svo, að ég í einhverri sjálfsánægju álíti, að ég upp frá þeirri stundu hafi framleitt frábær listaverk. Nei, síður en svo. Þegar ég stundum fyrirhitti myndir, sem ég hef málað fyrir 30—40 árum, þá dettur mér helzt í hug orð þau, sem óburðurinn hrópaði að föður sínum Pétri Gaut: „Ég er þínar gömlu syndir“. — En þessar gömlu syndir eigum við nú öll, því allir vildu betur gert hafa, og það er heldur ekki það versta að sjá þessi ófullkomnu verk, að maður hvað eftir annað hefur beðið lægri hlut í baráttunni við efnið. Hitt er svo miklu verra að flytja sína eigin meðalmennsku upp í efsta þrepið og telja sjálfum sér og öðrum trú um, að allt sé þetta harla gott. Við eigum að snúa setningunni við og segja: ,,Nei, þetta er alls ekki nógu gott". — Aðalsmerki hvers góðs og heiðarlegs listamanns er undansláttarlaus sjálfsgagnrýni.

Þetta var nú útúrdúr. Það, sem fyrir mér vakti, var að fá þig, hlustandi góður, til að læra af smalanum okkar. Þegar þú stendur fyrir framan það, sem nefnt er abstrakt málverk, og finnur þar enga þekkjanlega hluti úr veruleikanum, hvað skeður þá? Þú fórnar höndum, eins og smalinn, en ekki í auðmýkt og uppljóman skilningsins, heldur af skilningsleysi. Ekki af næmri og ótruflaðri, vakandi undrun barnssálannnar, heldur af fáfræði, hleypidómum eða jafnvel gáfnahroka. Þetta eru bara málaraklessur. Þetta er brjálæði. Þetta skilur enginn. Skilur þú kínversku? Nei, ég ekki heldur. En eigi að síður munt þú ekki neita því, að þetta mál er tjáningarform milljóna manna og viljirðu skilja það, verður þú að gera svo vel að læra. En það er mikil fyrirhöfn að læra tungumál. Til þess að skilja mál, eða hin mismunandi tjáningarform listannnar, þarf aðallega viljann til að skilja. Þú neitar því væntanlega heldur ekki, að listin þarf að vera annað og meira en endurtekning á því, sem fyrir augun ber. Að hún þarf að minnsta kosti að vera listræn endursköpun hlutanna. Það þarf hugmyndaflug til að skapa, þess vegna þarf líka hugmyndaflug til að skilja. Þegar þú horfir á það listaverk, sem þér finnst vera óviðráðanleg gáta, þá lát þér ekki nægja að nota heilann. Þú skalt gefa þig á vald tilfinninganna. — Innsæi hjartans hefur leyst marga lífsgátuna.
„Tæmdu huga þinn af fordómum og sál þín öðlast vizku", segir gamalt kínverskt spakmæli. Lofaðu kyrrðinni að frjóvga ímyndunaraflið, og svo skaltu hlusta — á sjálfan þig.

Þarna sérðu liti, sem ýmist eru glaðir, daprir eða reiðir, hljóðlátir eða háværir. Þarna eru línur og form, sem tengja og slíta og binda aftur. Þarna eru listasamstæður, sem vekja hjá þér þægilega tilfinningu samræmis og gleði, þarna er ekkert, sem ekki fyrirfram finnst í þinni eigin sál. Bara að lofa því að mætast, og áður þú veizt af, ertu búinn að yrkja þig inn í listaverkið. Þú ert hættur að sjá hið hrjúfa yfirborð þess, hættur að leita að fyrirmyndinni. Þú hefur fundið hana í sjálfum þér.

Ég finn það vel að þetta er ófullnægjandi útskýring, en líklega er það með listina eins og ástina, að þótt reynt sé að lýsa henni eða útskýra hana, þá verður þó alltaf svo mikið ósagt. — Og það endar með því, að maður segir eins og smalinn: „Ég finn það bara“.

Þó ég hafi hér talað nokkuð um erfiðleika fólks við að skilja abstrakt form mvndlistannnar, þá fer því svo fjarri, að þetta eigi ekki einnig við um flestar aðrar tegundir listforma. Fólk bindur sig þá oft við hið ytra form, eða fyrirmyndina sjálfa. Ég tek sem dæmi hinar gullfögru ítöslku madonnamyndir eða rússnesku ikonana. Fólk hrífst af hinni ytri gerð. En það er ekki dýrð geislabaugsins, eða gullbryddur klæðafaldar heilagrar guðsmóður, ekki heldur hið blíða bros og blessandi hönd Jesúbarnsins, sem gefa verkinu gildi, heldur trúarhrifning listamannsins, — ástarjátning hans til guðdómsins, — þær tilfinningar, — þau andlegu verðmæti, sem hyggja á bak við verkið. Svipað má segja um margar fagrar landslagsmyndir. Grænar grundir, silfraðir lækir, hraun og blessaðir móarnir og fjöll í fjarlægð — helzt langt í burtu. Víðsýnið hefur glapið margan góðan listamann — og áhorfanda. En fagurt og freistandi er það. En þarna erum við komin hættulega nálægt „billegri rómantík" póstkortanna. Við eigum ekki að ferðast um landslög málaralistannnar eftir stiku landmælingamanns, ekki að skoða þau með vísindalegri gagnrýni jarðfræðingsins. Við eigum að leita að þeim verðmætum, sem dulmögn náttúrunnar hafa opinberað næmri sál listamannsins, og sem síðan birtast áhorfandanum sem sjálfstæð sköpun, umvafin og endurskírð í persónuleika listamannsins.

Í gömlu ævintýri segir, að snerting andans við efnið hafi skapað líf jarðar. Svo má segja að þannig skapist líf listannnar. Hönd listamannsins framleiðir — skapar tónanna líf í strengjum hljóðfænsins og túlkar þær kenndir, sem ef til vill ekkert annað listform megnar að flytja okkur. Skáldið notar efni það, sem lífið sjálft leggur því upp í hendurnar. Hann snertir það með töfrasprota andagiftar sinnar, og leiðir okkur inn í nýja heima, sem opinbera okkur ný viðhorf til lífsins. — Og meðferð orðsins í góðri leiklist snertir með sama hætti strengi í innsta eðli okkar — þetta undursamlega samband milli hljómblæs orðsins og þeirra kennda, sem búa í innstu fylgsnum sálar okkar. Málarinn notar litaspjald sitt, og á léreftinu byggir hann upp nýjan dýrðlegan veruleika, sem við ef til vill eigum erfitt með að skilja við fyrstu sýn. — En svo sannarlega sem lífið sjálft er ívaf og uppistaða allra listaverka, í hvaða formi sem þau birtast, svo gefur andinn einn efninu það líf, sem gerir verkið að listrænni tjáningu. Því hver sem hugmyndin eða fyrirmyndin er, þarf verkið að vera gætt lífsanda sköpunargleðinnar, eða því sem ég vil leyfa mér að kalla hina fjórðu „dimension", — hina fjórðu vídd eða svið listaverksins. —

Með öðrum orðum: viðfeðmi andans, hvort heldur hann leitar inn á rökkurlönd dulhyggjunnar, að innsta kjarna og dýpstu uppsrettu allrar tilveru, — eða hann velur sér viðfangsefni úr efnisheiminum. — Eða listamaðunnn beinlínis byggir sér sinn eigin heim af innri sýn skapandi hugmyndaflugs, — gefur verkinu æðaslóg lífsins, hita skapgerðannnar — já, glóð tilfinninganna, því allt verður þetta svo undarlega lítils virði, ef maður ekki — á bak við efnið finnur hjarta slá.

Helgafell,01.11.1954
Hlekkur á gagn