Nína TryggvadóttirSphinx


Glitrandi lauf
við gullrauðan himin
og blikandi haf
-----
Í fjólubláum skugga
fossandi æða
lauztu yfir mig og sagðir:
Sphinx, ég skil þig ekki,
vitund mín týnist
í hyldjúpum titring,
sem um þig fer.
--- En ég sagði þér aldrei
leyndarmál lífsins,
þú vissir það ekki,
að snerting þín fæddi
hinn dularfulla neista
í djúpinu milli okkar
- sem er lífið sjálft.


Dagsverk


Ég hef verið í Hafnarfirði
á sumardegi,
hraunið ilmaði
af þurrum fiski
Ég sá húsin spegla sig
í silkibláum sjónum,
menn og konur
með krosslagða fætur
í strætisvagni -
- er þetta allt?
Ég tók niður liti -
rautt, gult og blátt
og kallaði það dagsverk


Líf og dauði


Ég stend á miðjum vegi,
einangruð,
með ekkert fram undan
og ekkert að baki.
Sérhver hreyfing
er ný byrjun -
sérhver byrjun
flótti frá því sem var,
hvert skref
formlaus tilfinning
af ósigri,
ný refsing,
nýr dauði,
nýtt líf.Líf og list, 01.05.1950
Hlekkur á gagn