Ólafur Elíasson

Í átt að regnboga I & II


Fyrri hluti


Seinni hluti

Heimsókn á vinnustofu Ólafs Elíassonar í Berlín. Umsjón: Guðni Tómasson. Í þáttunum er rætt við Ólaf Elíasson myndlistarmann á vinnustofu hans í Berlín. Ólafur Elíasson er einn þekktasti myndlistarmaður samtímans en verk hans hafa á undanförnum árum vakið mikla athygli og umtal víða um heim .Í þáttunum er rætt við listamanninn um listina, skynjun mannsins, tengslin við Ísland og velgengnina, svo fátt eitt sé nefnt. Í þessum þætti er einnig rætt við einn starfsmanna hans Einar Þorstein Ásgeirsson og bandaríska sýningarstjórann Roxönu Marcoci. Tónlist í þáttunum er úr smiðju danska raftónlistarmannsins Opiate og íslenska raftónlistarmannsins Klive. Lesari ásamt umsjónarmanni: Jórunn Sigurðardóttir.

Rúv, 25.- 28.12.2008
Hlekkur á gagn