Brynjar Helgason

Spjall

Ég byrjaði að hlusta á írska þjóðlaga tónlist fyrir nokkrum árum. Það var í kjölfarið að ég var að skoða hefðbundinn steppdans þaðan. Philomena Begley er kannski sú stjarna sem skín hvað skærast og ég sá fyrir mér Bláa Vasann í þessu tónlistarmyndbandi.

Þetta er ef til vill til marxs um ákveðna stéttarmeðvitund eða þráhyggju í hugsun minni eða þannig. Annars hafa góðir listamenn ráð við því að enda alfarið sem eign fólks, eigna fólks. Sjáið til dæmis Pítan í Skipholti.

Þetta byrjar með því að átta sig á að list er óþarfi ‘superfluous’ þó vissulega sé söguleg nauðsyn fyrir henni. Og ekki bara söguleg heldur líka tilvistarleg.

Ef þú hugsar um það hvernig varð úr að ég er hér… Þá hefur það allt með list að gera.Blái vasinn, 2017