Róska

„Féll í skóla og varð flogaveik upp úr því“Hún var goðsagnapersóna í Reykjavík á tímum stúdentauppreisnanna. Falleg og ögrandi, pólitísk og skapandi. Hún hefur alltaf verið umdeild fyrir skoðanir sínar og gerðir en lengst af hefur hún veríð búsett á ítalíu, þó að hún hafi komið víða við, tíl dæmis í Tékkóslóvakíu, þar sem nafnið Róska festist við hana, og í Frakklandi. Róska hefur nú sest hér að um tíma, en hún segist hafa jafnmikla heimþrá til Ítalíu núna og hún hefur heimþrá til Íslands þegar hún er stödd þar. Hún féllst á að setjast niður með kaffibolla og sígarettu á mánudaginn og segja nokkrar sögur af sjálfri sér.Róska í dag, eins og Jim Smart sér hana gegnum myndavélarlinsuRóska er Reykvíkingur, alin upp bæði í austur- og vesturbænum og á tvær eldri systur. Önnur þeirra, Borghildur, hefur einnig lagt listina fyrir sig en hin, Guðrún, er lyfjafræðingur. „Pabbi minn er efna- og eðlisfræðingur, en vísindi og listir eru skyld fyrirbæri þó að það sé erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig og maður skilji það jafnvel ekki sjálfur. Mamma vann svo á spítala þegar við dæturnar^ vorum farnar að heiman. Ég hef verið mikið flogaveik frá því í bernsku, en ég datt í skólanum eða mér var hrint þegar ég var ellefu ára og upp úr því fór ég að fá flogaköst. Eins og læknirinn skrifaði í skýrsluna og olli mömmu alveg óstöðvandi hláturskasti: „Féll í skóla ojg varð flogaveik upp úr því." Eg fór nú samt í Myndlistar- og handíðaskólann eftir að hafa byrjað í MR og hætt áður en kom að stúdentsprófi." Róska fluttist síðan til Tékkóslóvakíu ásamt fyrri manni sínum, Gylfa Reykdal, en hann var þar við myndlistarnám. Hún varð ófrísk og eignaðist soninn Höskuld, sem í dag starfar að myndlist, en hann ólst upp hjá foreldrum Gylfa. Róska fór svo út til ítalíu og hóf nám við Listaakademíuna í Róm árið 1965.


Uppreisnin í Rauðu Emilíu


Fabrico var lítill verkamannabær í sýslunni Rauðu Emilíu, þar sem Róska segir að allar hæðir séu fullar af niðurgröfnum vopnum og líkum úr seinni heimsstyrjöldinni. Vinstrisinnar, stúdentar og verkamenn tóku Fabrico hernámi 1968. Róska var þá námsmaður í Róm og tók þátt í þessu af fullum krafti. Atburðum í Rauðu Emilíu lýsir Róska þannig: „Í bænum Fabrico voru tvö bíóhús og það var nóg til að beina augum fólks að bænum og hrinda síðar uppreisninni af stað. Annað bíóhúsið var rekið á vegum kirkjunnar en hitt áttu verkamennirnir sjálfir og héldu ókeypis bíósýningar fyrir börnin og kröfðu þau ekki um aðgangseyri. Kirkjunnar menn litu samkeppnina öfundaraugum og fengu bíóhúsinu lokað á einhverju bjánalegu formsatriði og salurinn var innsiglaður svo börnin gætu snúið sér aftur að kristilegu myndunum. Í bíóhúsinu settu vinstrimenn síðan upp bækistöðvar þegar þeir hertóku bæinn. Þetta var verkamannabær þar sem karlmennirnir unnu fyrir Massey Ferguson en konurnar á litlum prjónaverkstæðum.Róska pósar fyrir ítalska ljósmyndarann Fabrizio Ferri, sem hún segir að sé mjög þekktur ljósmyndari á Ítalíu. „Þessi mynd fékk verðlaun og aflaði honum töluverðrar viðurkennignar meðan hann var enn óþekktur. Ef ég hefði vitað að hann urði svona frægur hefði ég látið hann borga meira“Við formuðum lítil ráð, sem öll gegndu ákveðnu hlutverki. Ég var í upplýsingaráði og málaði skilti sem buðu fólk velkomið ef það ætlaði að taka þátt en báðu það annars að hypja sig. Ég hannaði líka og dreifði bæklingum, ljósritaði fréttabréf og dreifði baráttusöngvum. Allt aðkomufólkið bjó síðan á hótelinu í bænum og borgaði ekki krónu, enda fór allt fram í vöruskiptum. Á kvöldin fór bíll um svæðið og kallaði fréttir og tilkynningar í hátalara, en bíllinn bar stundum rauðan fána og stundum svartan, eftir því hver keyrði. Oft var einhver millivegur og flaggað rauðum fána með svörtum blettum. Þarna kynntist ég ýmsum frægum leikurum og leikstjórum, til dæmis Goddard, sem kom og sýndi myndir og gaf okkur tökuvél. Daríó Fó var þarna líka og sýndi leikritin sín og Fellini og fleiri heimsþekktir menn. Síðan þegar fræga fólkið fór að tínast burt, þá fór að hrikta í stoðunum og lögreglan lagði til atlögu. Það var í fyrsta skipti sem ég var tekin föst, en ég þótti heppileg í hlutverkið, sjálfsagt vegna þess að ég var óþekkt og þar að auki útlendingur og því ekki líkleg til að verða neinn píslarvottur.“


Terrorístar með sólgleraugu og töskur


- „Um og eftir Rauðu Emilíu, þegar áttundi áratugurinn gekk í garð, kynntist ég persónulega einstaklingum úr þeim hópum sem hvað umdeildastir voru fyrir aðgerðir sínar, til dæmis Rauðu herdeildunum og Baader-Meinhof, til dæmis kynntist ég Ulrike Meinhof.“

- Hvernig voru þau kynni?

- „Þau voru yfirleitt góð, en það voru kjánar þar eins og annars staðar. Yfirhöfuð var þetta þó brilljant fólk.“ Er þetta ekki ákaflega varfærnisleg lýsing á fólki sem talið er bera ábyrgð á dauða fjölda manns?

- Hluti hópsins fjármagnaði auk þess starfsemi sína með dópsölu og stóð í vafasömum tengslum við mafíuna eins og seinna kom á daginn og að lokum var ekki vitað hver sprengdi hvern.

- „Þetta var heilt net af fólki sem fylgdi fyrirmælum, en á Ítalíu tengdist það ekki grófu ofbeldi — að minnsta kosti ekki lengst framan af. Þegar Aldo Moro var drepinn var ég heima á Íslandi. Hann var frekar á vinstri kanti kristilegra demókrata, en Andreotti var hræddur um að Moro næði af sér kjöri og í kjölfarið á því yrðu breytingar sem kæmu spilltu og mútuþægnu fólki illa. Almenningur gleypti það fyrst hrátt að Rauðu herdeildirnar bæru ábyrgð á dauða Aldos Moro, en lagði síðan saman tvo og tvo og fékk út fjóra. Rauðu herdeildirnar yfirheyrðu valdamenn og gerðu þá þannig óskaðlega. Yfirleitt var ekki talið nauðsynlegt að drepa þá og síst hefði Aldo Moro orðið fyrir valinu."


Anarkisti deyr


- Þótt Daríó Fó hafi verið gefið að sjá fáránleikann í samfélaginu gat hann samt ekki séð það sem vitað er í dag; hversu spilltir ítalskir ráðamenn voru í raun, samanber mafíutengsl og morð á til dœmis blaðamönnum... „Bakgrunnurinn í verkum Daríós Fó — sem þykir dæmigerður farsabakgrunnur — er í raun miðbærinn í Róm. Fagrar konur, þjófar og lík," segir Róska. „Í verkum sínum vísar hann oftast beint í raunverulega atburði og hluti sem við urðum vitni að á þessum tíma, eins og í leikritinu Anarkisti deyr, sem var reyndar þýtt hér sem Stjórnleysingi deyr, sem er algert öfugmæli. Allir sem hafa kynnt sér anarkisma vita að hann er í raun ekki stjórnleysi þótt hann hafni stjórn sem kemur að ofan. Leikritið Anarkisti deyr fjallar um það þegar Valpreta, sem átti að hafa sprengt upp banka í Róm, var handsamaður og færður í yfirheyrslu, en raunverulega stóðu fasistar fyrir sprengingunni.

Þetta var fyrir 25 árum og það fórust sautján manns. Valpreta dó áður en yfirheyrslunum lauk. Hann var fyrsta vitnið sem dó í þessu máli, en síðan eru fengin vitni að vitninu og eftir því sem málið er alvarlegra deyja fleiri. Hann átti að hafa hrópað: Lifi anarkisminn! meðan hann stökk niður níu hæðir lögreglustöðvarinnar. En svo óheppilega vildi til fyrir lögregluna að blaðamaður varð vitni að fallinu og birti söguna í blaðinu daginn eftir. Það var deginum ljósara, eftir því sem blaðamaðurinn sagði, að hann hrópaði ekki er honum var hent út um gluggann, vegna þess að hann var steindauður af áverkum sem lögreglan hafði veitt honum við yfirheyrslurnar. Þessi dómari, sem yfirheyrði hann, var einn sá fyrsti sem Rauðu herdeildirnar tóku höndum og yfirheyrðu. Eftir að þau höfðu sleppt honum og haldið eftir upptökum af yfirheyrslunum og öllum þeim skjölum sem þau náðu í var honum ekki stætt á að starfa lengur sem dómari. Ég veit ekki hvað hann gerir núna. En núna talar fólk um leikrit Daríós Fó sem dæmalaust skemmtilega farsa, netta hláturgusu sem allur pólitískur broddur er úr. Ég veit ekki hvernig svo á að vera, ef fólk á annað borð þekkir eitthvað til sögu og skilur íróníu. En ég ætla að segja þér sögu um fyndinn misskilning þegar lögreglan greip mig og yfir heyrði. Þegar ég kom inn í yfirheyrsluherbergið spurði gamall maður: Hvar geymirðu BMW-bílinn? — en þau í Rauðu herdeildunum óku einmitt alltaf um á þannig bíl. Þeir teymdu mig áfram með alls kyns spurningum, hvenær ég væri fædd og hvaðan ég væri og gerðu sig ákaflega sæta í framan. Mér þótti strax skrítið að þeir spurðu mig í þaula um bæði Ulrike Meinhof og Andreas Baader, en virtust ekki hafa neinn áhuga á Guðrúnu Ensslig. Svo fóru þeir að ganga harðar að mér og gjalla upp með spurningar eins og: Hvenœr léstu lita á þér hárið? Það kom svo upp úr dúrnum að þeir héldu að ég væri Guðrún Ensslig með litað hár! Sem betur fer linnti þessari vitleysu fljótlega.“Róska á þeim tíma sem hún var í Rauðu Emilíu og stundaði nám við listaháskóla í Róm. „Ég vann dálítið við að falsa myndir til að selja auðtrúa Ameríkönum og það gaf dálítinn pening í aðra hönd“ Með henni á myndinni er ítalska leikkonan Dominique Boschero.Hef efast milljón sinnum


- Nú hefur Ulrike Meinhof, sem þú segist hafa þekkt, stundum verið lýst sem einstaklega kaldri og fráhrindandi manneskju...

- „Hvaða terrorista er ekki lýst þannig, einkum og sér í lagi eftir að hann er dauður? Fyrst í stað voru þau nú ekki kölluð terroristar heldur uppreisnarseggir, nú er terroristi einkum notað um þriðja heiminn. En það verða alltaf einhverjir þreyttir á vitleysunni og taka til sinna ráða. Þetta fyrirbæri er og verður til.“

- Nú tók pólitískt umrót þessara ára þessa stefnu hjá einungis fáum og margir ungir róttœkir vinstrimenn á Ítalíu höfðu samúð með Rauðu herdeildunum í byrjun, ekki síst vegna harkalegra lögregluaðgerða. Í Þýskalandi var starfsemi Baader-Meinhof einangraðri, þrátt fyrir það hversu harkalega lögreglan kvað niður mótmœli í Berlín, til dœmis með drápinu á stúdentinum Benne Óhnesorg 1967 sem var ásamt félögum sínum að mótmœla í Vestur-Berlín. En þú, sem komst úr öðru umhverfi. Efaðistu aldrei um leið þessa fólks, meðan aðrir hurfu frá róttœkni sjöunda áratugarins yfir til umbótastefnu eða jafnvel íhaldssemi?

- Ég hef efast milljón sinnum. í mínum huga var þetta bara venjulegt fólk. Fólk með ferðatöskur."

- Ha?

- „Já, þetta byggðist allt á fyrirmælum eins og til dæmis: Þú ferð með þessa tösku á þennan stað og hittir fyrir mann með græn sólgleraugu. Hann tekur töskuna og lœtur þig hafa aðra í staðinn... Ég efaðist aldrei um réttinn til að bjarga mannslífum, hjálpa fólki að sleppa frá löndum þar sem það sætti ofsóknum. Það var mín deild.“


Heil kynslóð í hundana


- „Ég kynntist Rósku og Manrico þegar ég kom út til Ítalíu haustið 1966," segir Ólafur Gíslason blaðamaður. „Þá var Róska mjög virkur málari og góður að mér fannst, en Manrico fékkst við skriftir og var að skrifa hálfsúrrealíska sögu um mann sem afneitaði föður sínum og fortíð. Þetta var á þeim tíma þegar stúdentauppreisnin var í gerjun og ég upplifði það sjálfur, þar sem ég stóð mitt í sögulegum rústum Rómaborgar, að þetta voru tímar þar sem fólk vildi þurrka út og afneita minni sögunnar. Það ríkti mikið vonleysi meðal ungs listafólks vegna þess forræðiskerfis sem var við lýði og skömmu seinna hafði þetta fólk hellt listsköpun sinni af hreinni örvæntingu út í alls kyns slagorða- og plakatagerð.

Þetta er flókið mál og ekki hægt að lýsa þessu í stuttu máli nema einfalda mjög mikið. Róska og Manrico helltu sér bæði út í þessa baráttu og að vissu leyti má segja að þau hafi orðið fórnarlömb hennar. Það á við um þau eins og svo marga aðra, sem voru virkir í stúdentahreyfingunni á þessum tíma, að þau fóru offari og þegar átökin mögnuðust var eins og veruleikaskynið brenglaðist og það var kannski óhjákvæmilegt. Mér er minnisstætt er ég fór í slíka göngu þar sem tug- þúsundir mótmæltu á götum Rómaborgar eftir blóðbaðið á byltingartorginu í Mexíkóborg. Þá stóð mannfjöldinn andspænis mörg hundruð vopnuðum lögregluþjónum. Við slíkar aðstæður hættir fólk að hugsa skýrt, hvorum megin víglínunnar sem það er. Mikið af fólki sem stóð í fremstu víglínu leiddist út í eiturlyf eða neðanjarðarstarfsemi ýmissa hryðjuverkahópa og raunverulega fór heil kynslóð af gáfuðu og hæfileikaríku fólki í hundana.“Brúðkaupsmynd af Manrico og Rósku, tekin á Bröttugötu 6 par sem kvikmyndin Sóley var meðal annars tekin.- „Ég kynntist Manrico — sem seinna varð maðurinn minn — í Róm," segir Róska. „Ég hafði kannast við hann áður, því hann kom oft í hús við hliðina á því sem ég bjó í í miðborg Rómar. Hann var aðeins yngri en ég og í háskólanum að lesa bókmenntir og heimspeki. Hann var mikill sögumaður og vel að sér um grundvallaratriði menningarinnar og kenndi mér mjög mikið á þessum árum. Það slitnaði einu sinni lengi upp úr þessu hjá okkur en við tókum aftur saman. Svo höfum við verið sambýlisfólk með hléum, giftum okkur meira að segja árið 1980. Við nennum þessu bara ekki alltaf. Við unnum saman að myndunum mínum, Ólafi Liljurós og Sóleyju, og eins að þáttaröð um ísland, sem var framleidd fyrir ítalska sjónvarpið. Svo unnum við við tvo þætti fyrir ítalska sjónvarpið, Stöð 2, í mörg ár en núna vinnur Manrico aðallega fyrir verktaka á sviði þáttagerðar, að svo miklu leyti sem hann hefur heilsu. Hann greindist með HIV fyrir tveimur árum og hefur farið mjög hratt niður og er í dag með alnæmi. Læknarnir furða sig á því að hann skuli ekki vera dauður. Ég var heppin að því leytinu til að ég smitaðist ekki, enda segja læknar að það séu ekki nema svona tíu prósent sambýlisfólks smitaðra sem fá veiruna. Annars fæst Manrico aðallega við ritstörf og um daginn var fólk frá sjónvarpinu úti hjá honum að taka við hann viðtal. Hann hringdi í mig öskureiður þegar kvikmyndatökufólkið var mætt inn á gólf til hans með vélarnar: Helvítis! æpti hann í símann. Nú þarf ég að fara að taka til“

- Það hefur alltaf verið Manrico, þú hefur aldrei tengst neinum öðrum manni alvarlega?

- „Jú, það hefur alltaf verið Manrico sem ég elska, en stundum hafa komið aðrir menn í framhjáhlaupi.“

- „Ég kynntist Rósku þegar hún kom hingað heim haustið 1969, þá starfaði hún með Fylkingunni en auk þess SÚM hreyfingunni," segir Birna Þórðardóttír blaðamaður. „Ég var þá nýkomin heim frá Þýskalandi og leiðir okkar lágu saman. Hún var geysilega ögrandi manneskja en heillaði fólk líka oft upp úr skónum. Þegar maður eignast vini þá tekur maður líka fljótt ákvörðun um hvort vináttan sé dýrmæt eins og hún kemur fyrir eða hvort manns eigin óskir um að breyta fólki séu mikilvægari. Ég tók Rósku með kostum og göllum og dvaldi oft hjá henni í Róm, en þegar maður er gestur hjá fólki hefur maður ekki fulla yfirsýn yfir allt sem það tekur sér fyrir hendur. Enda er stundum heilsusamlegra að leika bara hlutverk heimsku ljóskunnar. Heima hjá Rósku og Manrico í Róm var frekar eins og stórfjölskylda væri samankomin en að þau byggju í kommúnu. Maður gekk inn í ákveðinn félagahóp, verndað umhverfi, þar sem fyrir voru félagar fyrir lífstíð ef þeir tóku manni á annað borð, en Róska er líka mjög gestrisin og tekur endalaust á móti fólki ef hún getur. Manrico og hún réðu bæði á sinn hátt í sambandinu og fóru sínar leiðir að hlutunum, en ég held að Manrico hafi gefið Rósku þá blíðu og umhyggju sem oft er erfitt fyrir sterkar manneskjur að fá hjá öðrum."


Álfkonan og Róska


- „Ég ætlaði mér aldrei jafnstórt og þegar ég réðst í að gera Sóleyju," segir Róska um bíómyndina sína, en áður hafði hún gert myndina Ólaf Liljurós, þar sem Dagur Sigurðarson, Megas og Jón Gunnar fóru með hlutverk. Það var reyndar vegna Rauðu Emilíu sem Róska ákvað að leggja kvikmyndafræði fyrir sig sem sérgrein við Listaakademíuna. „Kannski vegna þeirra miklu væntinga sem ég gerði til myndarinnar varð Sóley ekki alveg það sem ég hafði vonað. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá Sóleyjarkvœði Jóhannesar úr Kötlum og ljóði Sigfúsar Daðasonar um hestinn sem var seldur suður en flúði alltaf aftur norður. Þetta átti að vera frelsisóður með þjóðsagnaívafi. Við fengum styrk frá Ítalíu og dálítið úr Kvikmyndasjóði hérna, en það nægði engan veginn og peningamálin náðu ekki saman og það olli óánægju þeirra sem unnu að myndinni og skemmdi fyrir. Myndin mætti einhverju áhugaleysi hérna heima og hefur reyndar aldrei fengist sýnd í sjónvarpinu einhverra hluta vegna.“

Aðstoðarleikstjórinn, Guðmundur Bjartmarsson, var staddur á veitingahúsinu Óðali þegar hann frétti að það vantaði mann til að aðstoða við klippingar, en þegar til kom var tökum ekki lokið og hann varð aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Hann lýsir Rósku sem skemmtilegri konu — aðallega eftir nokkur glös. „Hún hugsaði mjög stórt og kannski þess vegna átti hún erfiðara með að hrinda því í framkvæmd. Hún leikstýrði ekki, að minnsta kosti ekki á hefðbundinn hátt. Allir máttu koma með tillögur og stjórna sér sjálfir. Þetta var ekki ósvipað því og stundum gerist um heimildamyndir. Það eru klipptir saman ólíkir hlutir og látnir mynda heild. Kannski vakti það fyrir Rósku að smala saman ákveðnum týpum og sjá hvað gerðist. Daginn sem tökur hófust hafði Róska enn ekki fundið neina leikkonu sem hafði álfkonuútlitið sem henni þótti hæfa kvikmyndinni. Það áttu allir, bæði leikarar og tökumenn, að hittast í rútu niðri á Lækjartorgi áður en haldið yrði í töku.Hin pólitíska Róska fyrir tíu árum. Leifur Þorsteinsson tók myndina.Hún ákvað að gera eftirfarandi tilraun: Nú skiptum við liði og allir fara einn hring í miðbœnum og reyna að finna leikkonu sem lítur út eins og Sóley. Þetta var gert, en allir komu einir síns liðs að rútunni aftur. Þá átti bara eftir að sækja Rúnar Guðbrandsson, sem fór með annað aðalhlutverkið, og það var haldið heim til hans. Kærasta Rúnars kom til dyra og Róska varð himinlifandi þegar hún sá hana. Hver var þarna komin nema sjálf Sóley? Hún talaði að vísu bara dönsku en Rósku fannst það lítið mál. Hún sagði: Ég segi þetta bara eins og á að segja það og hún hefur svo bara eftir mér. Það gekk að vísu ekki, svo að á endanum var brugðið á það ráð að Birna Þórðardóttir talaði inn á fyrir leikkonuna. Við leigðum fyrst í stað klippiherbergi hjá Lifandi myndum eftir að tökum lauk og það var allt gott um það að segja, þar til eigendurnir komu á staðinn einn daginn og sáu okkur þar sem við vorum að éta," sagði Guðmundur Bjartmarsson. „Þeir urðu reiðir og sögðu að það mætti alls ekki borða innan um tækin. Þá stukku bæði Róska og Manrico upp á nef sér og það varð til þess að okkur var hent út og við lentum á hrakhólum með að klippa myndina. Þá var brugðið á það ráð að fara út til Ítalíu, þar sem þau bjuggu í miðborg Rómar ásamt Carlo, sem einnig vann við myndina, en í klippiherberginu sem við fengum til umráða í Róm máttu þau éta pizzur og drekka vodka án þess að nokkur fetti fingur út í það."


Heimþrá hér og heimþrá þar


Róska málar enn og hyggur á sýningu í Nýlistasafninu á næsta ári. Hún segist hafa ýmislegt fleira á prjónunum, svo sem minningabók með dagbókarbrotum og myndum. Í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur hún svo fyrirlestur um súrrealisma á Nýlistasafninu og ætlar auk þess að fremja gerning. Hún segist ekki geta tiltekið neitt tímabil á ævinni sem hafi verið skemmtilegra og gjöfulla en annað: „Mér finnst allt skemmtilegt sem ég hef fengist við. Pólitík og listir; þetta er hvort tveggja mjög skapandi. Ég er ekki alkomin heim, ég á enn ýmsu ólokið á Ítaliu, en það vill þannig til að ég er alltaf með heimþrá. Þegar ég er hér þá sakna ég Ítalíu, þegar ég er þar, þá sakna ég Íslands."

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Helgarpósturinn, 29.02.1996
Hlekkur á gagn